Bíó Paradís stendur fyrir kvikmyndafræðslu fyrir börn og unglinga sex vikur í senn á hvorri önn skólaársins en sýningar eru á þriðjudögum og fimmtudögum á skólatíma. Tilgangurinn með sýningunum er að veita börnum og unglingum möguleika á að kynnast kvikmyndum sem hafa alþjóðlega gæðastimpla, eru ýmist klassískar perlur frá öllum skeiðum kvikmyndasögunnar eða eru lykilkvikmyndir sem hafa skapað sér sess innan kvikmyndasögunnar.
Klapptré komst yfir tvö stórskemmtileg innslög úr Dagsljósi Sjónvarpins þar sem fjallað er um Citizen Kane eftir Orson Welles annarsvegar og síðan spurt í seinna innslaginu hvað er klám? Við sögu koma Þorfinnur Ómarsson, Sigurður Valgeirsson, Oddný Sen, Gísli Snær Erlingsson, Hilmar Oddsson, Sigurbjörn Aðalsteinsson og fleiri.
Bíó Paradís hefur undanfarin tvö ár staðið fyrir kvikmyndasýningum fyrir grunn- og framhaldsskólanema þar sem markmiðið er fræðsla og efling kvikmyndalæsis. Sýningarnar hafa verið...