HeimEfnisorðNymphomaniac

Nymphomaniac

„Ida“ með flestar tilnefningar til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna; „Hvalfjörður“ tilnefnd í flokki stuttmynda

Ida eftir pólska leikstjórann Pawel Pawlikowski hlýtur flestar tilnefningar til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna, sem tilkynntar voru í dag. Myndin fær alls fimm tilnefningar. Hvalfjörður eftir Guðmund Arnar Guðmundsson er tilnefnd í flokki stuttmynda, en það hafði áður verið tilkynnt.

Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs: tilnefndar myndir sýndar í Háskólabíói 18.-21. september

Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2014 verða afhent þann 29. október. Græna ljósið stendur fyrir sérstökum kvikmyndaviðburði í Háskólabíói dagana 18.-21. september þar sem myndirnar fimm verða sýndar.

Jómfrúr, hórur og brókarsótt

"Helsta ögrun myndarinnar liggjur í aðalpersónunni Joe. Með því að fjalla um konu með brókarsótt stefnir Lars von Trier myndinni gegn djúpstæðri tilhneigingu í vestrænni hugmyndasögu – hinni svokölluðu jómfrúar/hóru tvíhyggju," segir Jóhann Helgi Heiðdal á Starafugl um Nymphomaniac Lars von Trier.

Nymphomaniac: Drungalega þunglynd en líka drepfyndin, átakanleg, erfið, falleg, grótesk, harmþrungin, sprellfjörug, útpæld, blaut, gröð og gáfuleg

Þórarinn Þórarinsson hjá Svarthöfða fjallar um Nymphomaniac: fyrri hluta Lars von Triers. Hann byrjar á að úthúða leikstjóranum almennt, en vendir svo kvæði í kross og segir myndina "skínandi dæmi um hvers Trier er megnugur þegar hann er í góðum gír."

Berlín 2014: Nokkrar ólíkar leiðir til að detta

Fjórða bréf Hauks Más Helgasonar frá Berlínarhátíðinni er um gjörninga, viðtökur eistnesku myndarinnar Free Range og blaðamannafund aðstandenda Nymphomaniac eftir Lars von Trier.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR