"Northern Wave Film Festival kveður í bili en Northern Wave Productions heilsar í staðinn," segir Dögg Mósesdóttir hátíðarstjóri á Facebook síðu sinni.
Valdís Óskarsdóttir leikstjóri og klippari verður með meistaraspjall á Northern Wave hátíðinni í menningarmiðstöðinni Frystiklefanum á Rifi í Snæfellsbæ föstudaginn 26. október klukkan 18. Nanna Frank Rasmussen, formaður Samtaka danskra kvikmyndagagnrýnenda, leiðir spjallið.