Markelsbræður, Þorkell Harðarson og Örn Marinó Arnarson, tóku upp sína fyrstu leiknu bíómynd í sumar og kallast hún Síðasta veiðiferðin. Áætlað er að frumsýna myndina á fyrstu mánuðum næsta árs.
Þeir Markelsbræður, Örn Marinó Arnarson og Þorkell Harðarson, eru þessa dagana í Aþenu að undirbúa tökur á heimildaþáttaröðinni Stolin list (Booty). Þáttaröðin mun fjalla um stöðuna á menningarlegum hornsteinum sem hafa verið teknir frá upprunaþjóðum og komið fyrir á höfuðsöfnum fyrrum nýlenduvelda. Líkt og gert var við miðaldahandrit Íslendinga á sínum tíma og Parthenon höggmyndirnar grísku.
Dr. Gunni skrifar á vef sinn um heimildamyndina Trend Beacons eftir þá Markelsbræður og er mjög sáttur, segir þetta "mynd sem smellpassar við Hönnunarmarsinn og vekur einnig áhuga alstískulausra einstaklinga."
Trend Beacons, glæný heimildamynd eftir þá Markelsbræður - Þorkel Harðarson og Örn Marinó Arnarson, verður frumsýnd í Bíó Paradís þann 12. mars. Í myndinni er fylgst með fólkinu sem spáir fyrir um hvað gerist í hönnun og tísku í heiminum - 2 ár framávið.
Heimildamyndin Trend Beacons eftir þá Markelsbræður Örn Marinó Arnarson og Þorkel Harðarson, verður frumsýnd á CPH:DOX hátíðinni sem hefst í Kaupmannahöfn þann 6. nóvember. Stefnt er að frumsýningu á Íslandi í mars á næsta ári.