Ingvar E. Sigurðsson, Elliot Crosset Hove og Maria von Hausswolff hlutu í gærkvöld Bodil-verðlaunin, sem samtök danskra gagnrýnenda hafa veitt árlega í áratugi, fyrir verk sín í kvikmyndinni Volaða land eftir Hlyn Pálmason.
Á vef Kodak er rætt við Maria von Hausswolff sem stjórnaði kvikmyndatöku á mynd Hlyns Pálmasonar, Hvítur, hvítur dagur. Myndin var tekin upp á 2-perf Super35mm widescreen format og í viðtalinu ræðir Maria hversvegna svo var.
Vetrarbræður eftir Hlyn Pálmason vann til verðlauna á Arctic Open kvikmyndahátíðinni sem fór fram dagana 6. – 9. desember í borginni Arkhangelsk í Rússlandi.
Maria Von Hausswolff tökumaður Vetrarbræðra hlaut verðlaun fyrir bestu myndatökuna á Camerimage hátíðinni í Póllandi sem helguð er kvikmyndatöku. Þetta eru tólftu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar.
Vetrarbræður Hlyns Pálmasonar verður opnunarmynd RIFF 2017, en Íslandsfrumsýningin verður í Háskólabíói fimmtudaginn 28. september kl. 18. Daginn eftir hefjast almennar sýningar á myndinni með íslenskum texta. Hlynur, Anton Máni Svansson framleiðandi og Maria von Hausswolff tökumaður verða viðstödd fyrstu sýninguna þar og svara spurningum í kjölfarið. Íslenskt plakat myndarinnar sem og stikla hafa verið opinberuð.