HeimEfnisorðMaria von Hausswolff

Maria von Hausswolff

Ingvar E. Sigurðsson, Elliot Crosset Hove og Maria von Hausswolff fá Bodil verðlaunin dönsku fyrir VOLAÐA LAND

Ingvar E. Sigurðsson, Elliot Crosset Hove og Maria von Hausswolff hlutu í gærkvöld Bodil-verðlaunin, sem samtök danskra gagnrýnenda hafa veitt árlega í áratugi, fyrir verk sín í kvikmyndinni Volaða land eftir Hlyn Pálmason.

Kodak ræðir við Maria von Hausswolf um tökurnar á „Hvítum, hvítum degi“

Á vef Kodak er rætt við Maria von Hausswolff sem stjórnaði kvikmyndatöku á mynd Hlyns Pálmasonar, Hvítur, hvítur dagur. Myndin var tekin upp á 2-perf Super35mm widescreen format og í viðtalinu ræðir Maria hversvegna svo var.

„Vetrarbræður“ verðlaunuð fyrir myndatöku á Camerimage hátíðinni í Póllandi

Maria Von Hausswolff tökumaður Vetrarbræðra hlaut verðlaun fyrir bestu myndatökuna á Camerimage hátíðinni í Póllandi sem helguð er kvikmyndatöku. Þetta eru tólftu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar.

[Stikla, plakat] „Vetrarbræður“ opnunarmynd RIFF 2017, almennar sýningar í Bíó Paradís

Vetrarbræður Hlyns Pálmasonar verður opnunarmynd RIFF 2017, en Íslandsfrumsýningin verður í Háskólabíói fimmtudaginn 28. september kl. 18. Daginn eftir hefjast almennar sýningar á myndinni með íslenskum texta. Hlynur, Anton Máni Svansson framleiðandi og Maria von Hausswolff tökumaður verða viðstödd fyrstu sýninguna þar og svara spurningum í kjölfarið. Íslenskt plakat myndarinnar sem og stikla hafa verið opinberuð.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR