Benedikt Erlingsson, kvikmyndaleikstjóri, kvaðst standa við hvert orð í þakkarræðu sinni í viðtali við sænska ríkissjónvarpið, SVT. Menn ættu ekki bara að brosa þegar þeir fengju verðlaun. Benedikt segir að mögulega hafi hann þó eyðilagt kvöldið fyrir íslenskum stjórnmálamönnum. Þetta kemur fram á vef RÚV.
Hross í oss eftir Benedikt Erlingsson var rétt í þessu að hljóta Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs en verðlaunaafhendingin stendur yfir þessa stundina. Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk kvikmynd hlýtur þessi eftirsóttu verðlaun, en jafnframt eru þetta 25. verðlaunin sem myndin hlýtur.
Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2014 verða afhent þann 29. október. Græna ljósið stendur fyrir sérstökum kvikmyndaviðburði í Háskólabíói dagana 18.-21. september þar sem myndirnar fimm verða sýndar.