Heima er best, myndband Djúpavogshrepps og Afls starfsgreinafélags, þar sem lýst er sjónarmiðum heimamanna í "Vísismálinu" svokallaða, hefur vakið gríðarlega athygli og umræður. Myndbandið var unnið af kvikmyndagerðarmönnunum Sigurði Má Davíðssyni og Skúla Andréssyni sem báðir eru frá Djúpavogi.
Í ítarlegu viðtali ræðir Ásgrímur Sverrisson við Illuga Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra um margvísleg málefni kvikmynda- og sjónvarpsgeirans. Hér birtist fyrri hluti viðtalsins þar sem rætt er um sóknaráætlun fyrir skapandi greinar, uppbyggingu kvikmyndasjóðs eftir niðurskurð, kvikmyndamenntun og niðurhalsmál. Í seinni hluta viðtalsins sem lesa má hér er rætt um málefni Ríkisútvarpsins.
DV hefur opinberað tilnefningar til menningarverðlauna sinna. Í flokki kvikmynda hljóta tilnefningu Kvikmyndaskóli Íslands, Ragnar Bragason, starfsfólk RÚV, Elísabet Ronaldsdóttir og Marteinn Sigurgeirsson.
FYRIRLESTUR | Getum við skapað 5000 ný störf í íslenskum kvikmyndaiðnaði á næstu fimm árum? Getum við gert kvikmyndagerð að jafnoka sjávarútvegs, stóriðju eða ferðamennsku í íslensku efnahagslífi? Böðvar Bjarki Pétursson, stofnandi og stjórnarformaður Kvikmyndaskóla Íslands, lætur sig dreyma stórt.
Kvikmyndaskóli Íslands hefur verið að birta á undanförnum dögum nokkur brot úr fyrirlestri Baltasars Kormáks sem hann hélt í skólanum fyrir nokkru. Þar fer hann yfir feril sinn og kvikmyndabransann almennt.
Rektor Kvikmyndaskólans, Hilmar Oddsson var gestur í þættinum Sjónmáli á Rás 1 í gær. Hann koma víða við í samtali sínu við Hönnu G. Sigurðardóttur og hvatti m.a. konur til dáða í kvikmyndagerð og auglýsti sérstaklega eftir kvenkyns umsækjendum í skólann.