Erlendur Sveinsson hefur verið skipaður í embætti forstöðumanns Kvikmyndasafns Íslands til fimm ára frá 1. október nk. að telja en hann var settur forstöðumaður safnsins árið 2012. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu.
Umsóknarfrestur um stöðu forstöðumanns Kvikmyndasafns Íslands rann út miðvikudaginn 25. júní. Mennta- og menningarmálaráðuneytinu bárust 15 umsóknir um stöðuna, frá 7 konum og 8 körlum.
Líkt og Klapptré sagði frá hefur starf forstöðumanns Kvikmyndasafns Íslands verið auglýst laust til umsóknar og er umsóknarfrestur til 25. júní. Erlendur Sveinsson, starfandi forstöðumaður, staðfestir í samtali við Klapptré að hann muni verða meðal umsækjenda.
Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur auglýst eftir umsóknum um stöðu forstöðumanns Kvikmyndasafns Íslands. Umsóknarfrestur er til 25. júni og er gert ráð fyrir að ráðið verði í stöðuna frá 1. ágúst.