Símon Birgissyni dramatúrg hjá Þjóðleikhúsinu finnst ekki mikið til gagnrýni Kjartans Más Ómarssonar í Fréttablaðinu um Hrúta koma og segir kvikmyndarýni blaðsins hafa "verið útá túni síðan Vonarstræti var sögð besta kvikmynd Íslandssögunnar."
Kjartan Már Ómarsson skrifar um Hrúta Gríms Hákonarsonar í Fréttablaðið og segir meðal annars táknræna merkingarauka fjár vera allt að því ótölulega sem orsaki að djúpt lag þýðingar verði mögulegt í hvert sinn sem fé komi fyrir í mynd eða tali. Hann gefur myndinni fjórar stjörnur af fimm.
Kjartan Már Ómarsson skrifar umsögn í Fréttablaðið um kvikmyndina Bakk eftir Gunnar Hansson og Davíð Óskar Ólafsson. Hann er hinn ánægðasti og gefur myndinni fimm stjörnur af fimm mögulegum.
Kjartan Már Ómarsson hjá Fréttablaðinu segir Austur Jóns Atla Jónassonar stefnulausa kvikmynd þar sem ofbeldi úr íslenskum veruleika sé teflt fram á hispurslausan máta.
Kjartan Már Ómarsson fjallar á Vísi um íslensku myndirnar sem sýndar voru á nýliðinni Reykjavík Shorts & Docs Festival. Myndirnar sem rætt er um eru Just Like You, Minnismiðar, Potturinn, Synda, The Arctic Fox og Iceland Aurora.