HeimEfnisorðKastljós

Kastljós

Rætt við Gísla Snæ í Kastljósi

Rætt var við Gísla Snæ Erlingsson, nýskipaðan forstöðumann Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, í Kastljósi RÚV í kvöld. Hann var meðal annars spurður um sína sýn á íslenska kvikmyndagerð, hvað væri gott og hverju hann vill breyta.

Breytingar á „Kastljósi“ RÚV, menningarumfjöllun bætist við, „Djöflaeyjan“ lögð niður

RÚV hefur tilkynnt um breytingar á Kastljósi sem felast í því að menningarumfjöllun fær fast pláss í þættinum þrisvar í viku og verður Brynja Þorgeirsdóttir menningarritstjóri þáttarins. Menningarþátturinn Djöflaeyjan, sem Brynja stýrði áður, verður lagður niður.

„Gullsandur“ loksins komin í leitirnar, myndin sýnd í nokkra daga í Bíó Paradís

Eftir fimmtán ára leit fann leikstjórinn Ágúst Guðmundsson loksins frumeintakið af kvikmyndinni Gullsandur í London en myndina gerði hann árið 1984. Eintakið var týnt í aldarfjórðung og hefði myndin að líkindum glatast ef þrjóska leikstjórans við leitina hefði ekki skilað árangri. Þetta kom fram í Kastljósi RÚV en myndin verður sýnd í nokkra daga í Bíó Paradís.

Baltasar: Látið íslenskt efni í friði!

Baltasar Kormákur ræðir við Kastljós um niðurhal á höfundarréttarvörðu efni og hversvegna það bitnar á íslenskri kvikmyndagerð.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR