HeimEfnisorðKarlovy Vary

Karlovy Vary

Fyrsta bíómynd hinnar norsk/íslensku Lilju Ingólfsdóttur fær fimm verðlaun á Karlovy Vary

Norsk/íslenska leikstýran Lilja Ingólfsdóttir hlaut alls fimm verðlaun á nýafstaðinnni Karlovy Vary hátíðinni fyrir mynd sína Elskling. Aldrei áður hefur ein mynd fengið svo mörg verðlaun á hátíðinni.

LJÓSBROT til Karlovy Vary, Sjón í dómnefnd

Ljósbrot eftir Rúnar Rúnarsson og stuttmyndin Vem ropar för Alvar eftir Önnu Jóakimsdóttur-Hutri verða sýndar á Karlovy Vary hátíðinni í Tékklandi. Hátíðin fer fram dagana 28. júní til 6. júlí. Rithöfundurinn Sjón mun sitja í aðaldómnefnd hátíðarinnar.

Ásgeir H. Ingólfsson um DÝRIÐ: Lambið í barnaherberginu

„Myndina mætti kannski flokka í ákveðna hefð nýlegra íslenskra mynda, sem gerast í afskekktum sveitum eða smáþorpum, en snúa upp á hefðina með nýju og torkennilegu bragði í súpuna," segir Ásgeir H. Ingólfsson meðal annars um Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson, sem hann sá nýverið á Karlovy Vary hátíðinni.

[Kitla] Stuttmynd Ninnu Pálmadóttur, ALLIR HUNDAR DEYJA, valin í Future Frames á Karlovy Vary

Útskriftarmynd Ninnu Pálmadóttur úr NYU Tisch School of the Arts, stuttmyndin Allir hundar deyja, hefur verið valin til þátttöku á Future Frames: Generation NEXT of European Cinema á Karlovy Vary hátíðinni sem fer fram dagana 22. - 26. ágúst í Tékklandi.

[Stikla] „Atelier“ eftir Elsu Maríu Jakobsdóttur

Stikla Atelier útskriftarmyndar Elsu Maríu Jakobsdóttur frá Danska kvikmyndaskólanum, hefur verið opinberuð og má skoða hér. Myndin var valin á Karlovy Vary hátíðina sem hefst í lok júní, en þar tekur hún þátt í flokknum Future Frames: Ten New Filmmakers to Follow.

Útskriftarmynd Elsu Maríu Jakobsdóttur, „Atelier“, valin á Karlovy Vary

Útskriftarmynd Elsu Maríu Jakobsdóttur frá Danska kvikmyndaskólanum, stuttmyndin Atelier, hefur verið valin til þátttöku á Future Frames: Ten New Filmmakers to Follow á Karlovy Vary hátíðinni sem fram fram í 52. skipti í Tékklandi dagana 30. júní til 8. júlí.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR