Heimildaþáttaröð Viðars Víkingssonar, Saga Sambandsins, ris-veldi-fall (1999) má skoða í heild sinni á YouTube. Jón Viðar Jónsson leikhúsrýnir vakti athygli á þessu á dögunum á fésbókarsíðu sinni og ræðir verkið.
Framleiðslufyrirtækið Republik stofnaði dagskrárdeild á síðasta ári og hefur þegar sent frá sér tvær heimildamyndir, Fjallabræður í Abbey Road sem sýnd var á RÚV s.l. vetur og Spólað yfir hafið sem sýnd var í Bíó Paradís og verður á dagskrá RÚV í haust. Mörg önnur verkefni eru í vinnslu, þar á meðal heimildamynd um Björgvin Halldórsson og önnur um Retro Stefson.
Fjallað var um upphaf íslenskra sjónvarpsauglýsinga í Djöflaeyjunni í gærkvöldi og meðal annars rætt við Jón Þór Hannesson framleiðanda, en fáir (líklega engir) hafa meiri reynslu af gerð slíks efnis hér á landi.
Pistill Friðriks Erlingssonar um stöðu íslenskra sjónvarpsþáttaraða, sem Klapptré birti s.l. þriðjudag hefur vakið mikla athygli og fengið gríðarlegan lestur. Margir af stærri miðlum landsins á borð við Vísi, RÚV, DV og Kjarnann hafa fjallað um hann og þess verður óneitanlega vart á Fésbók að töluverðar umræður hafa skapast bæði um pistilinn sem og viðfangsefni hans; leikið sjónvarpsefni.