Samkvæmt samkomulagi sem undirritað var í gær um stefnumörkun fyrir íslenska kvikmyndagerð árin 2016– 2019, hækka framlög til Kvikmyndasjóðs um 240 milljónir króna næstu þrjú ár.
Fyrirhuguð lækkun útvarpsgjalds um 1.400 krónur þýðir um 400 milljóna króna tekjumissi fyrir RÚV. Ljóst er að það mun fyrst og fremst bitna á dagskrárframboði og vegur sjónvarpshlutinn þar langþyngst. Mörg framleiðslufyrirtæki og einyrkjar í kvikmyndagerð byggja afkomu sína að verulegu leyti á viðskiptum við RÚV. Viðbúið er að þau muni dragast mikið saman.
Ýmsir hafa tjáð sig um RÚV-skýrsluna svokölluðu sem birt var í dag. Meðal þeirra sem tjá sig eru Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra, Mörður Árnason varaþingmaður, Egill Helgason í Silfur-dálki sínum, Orðið á götunni, ritstjórn Kjarnans og þingmennirnir Róbert Marshall og Vigdís Hauksdóttir.
Menntamálaráðherra ætlar að hefja vinnu til að stemma stigu við ójöfnum kynjahlutföllum í kvikmyndagerð strax á þessu ári. Þetta kom fram á umræðufundi sem RIFF hélt í Tjarnarbíói í gær um málefnið.
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segist í viðtali við Vísi vera opinn fyrir öllum hugmyndum sem lúta að því að fá fleiri konur í kvikmyndagerð og hefur beðið Kvikmyndaráð að vinna hugmyndir um útfærslu á málinu.
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra tekur vel í hugmyndir Baltasars Kormáks um að öll aukning á framlögum til kvikmyndasjóðs færi til kvenna.„Það er ljóst að það gengur ekki að helmingur þjóðarinnar, sem eru konur, eigi sér ekki sína rödd í kvikmyndum, öflugasta miðli nútímans. Það er ekkert bara vandamál kvikmyndagerðarmanna, heldur samfélagsins alls,“ segir Illugi Gunnarsson við Fréttablaðið.
Af einhverjum ástæðum bólar enn ekkert á svokallaðri sóknaráætlun skapandi greina sem forsætisráðherra kynnti í síðasta áramótaávarpi að kæmi fram á árinu. Ásgrímur Sverrisson rifjar upp ummæli forsætisráðherra og menntamálaráðherra um þetta mál.
Benedikt Erlingsson, kvikmyndaleikstjóri, kvaðst standa við hvert orð í þakkarræðu sinni í viðtali við sænska ríkissjónvarpið, SVT. Menn ættu ekki bara að brosa þegar þeir fengju verðlaun. Benedikt segir að mögulega hafi hann þó eyðilagt kvöldið fyrir íslenskum stjórnmálamönnum. Þetta kemur fram á vef RÚV.
Benedikt Erlingsson notaði tækifærið þegar hann tók á móti Kvikmyndaverðlaunum Norðurlandaráðs í gærkvöldi fyrir Hross í oss og sendi íslenskum stjórnvöldum og Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra beiska pillu, en Illugi var viðstaddur.
Í seinni hluta viðtals Ásgríms Sverrissonar við Illuga Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra er rætt um málefni Ríkisútvarpsins. Hann segir meðal annars að stofnunin sé í fullum færum með að sinna lögbundnum skyldum sínum þrátt fyrir niðurskurðinn og telur einnig hugsanlegt að taka RÚV af auglýsingamarkaði sé horft til lengri tíma. Þá segir hann framleiðslu innlendrar dagskrár og sjálfstæði RÚV lykilatriði.
Í ítarlegu viðtali ræðir Ásgrímur Sverrisson við Illuga Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra um margvísleg málefni kvikmynda- og sjónvarpsgeirans. Hér birtist fyrri hluti viðtalsins þar sem rætt er um sóknaráætlun fyrir skapandi greinar, uppbyggingu kvikmyndasjóðs eftir niðurskurð, kvikmyndamenntun og niðurhalsmál. Í seinni hluta viðtalsins sem lesa má hér er rætt um málefni Ríkisútvarpsins.
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra gagnrýnir harðlega þá ákvörðun hafnfirskra bæjaryfirvalda að auglýsa eftir áhugasömum aðila til að taka að sér rekstur Bæjarbíós. Ráðherra segist ekki geta undirritað nýjan samning um starfsemi Kvikmyndasafns Íslands í húsinu.
Mikið veltur á hvernig hugmynd menntamálaráðherra um breytingar á fjármögnun RÚV verður útfærð. Ýmislegt bendir til þess að um frekari skerðingu verði að ræða auk þess sem fé til kaupa á dagskrárefni frá sjálfstæðum framleiðendum minnkar.