HeimEfnisorðHörður Rúnarsson

Hörður Rúnarsson

Ólafur Darri Ólafsson og Hera Hilmarsdóttir fara með aðalhlutverk í þáttaröðinni REYKJAVÍK FUSION

Tökur hefjast í lok ágúst. Verkefnið er skrifað af Herði Rúnarssyni í samvinnu við Birki Blæ Ingólfsson. Auglýsingaleikstjórarnir Samúel Bjarki Pétursson og Gunnar Páll Ólafsson leikstýra.

Eldgos gerir Ísland óbyggilegt í fyrstu þáttaröð Act 4

Fyrsta verkefni hins nýstofnaða framleiðslufyrirtækis Act 4 verður alþjóðleg þáttaröð um afleiðingar eldgoss sem gerir Ísland óbyggilegt. Verkefnið er unnið í samvinnu við bandaríska og króatíska aðila.

Kanónur stofna félag um þáttaraðir fyrir alþjóðamarkað

Ólafur Darri Ólafsson, Hörður Rúnarsson, Birkir Blær Ingólfsson og Jónas Margeir Ingólfsson hafa stofnað framleiðslufyrirtækið Act 4 með þátttöku alþjóðlegs hóps fjárfesta. Act 4 er ætlað að framleiða norrænt sjónvarpsefni fyrir alþjóðamarkað.

Framleiðendur fara yfir stöðuna á Bransadögum RIFF

Á bransadögum RIFF var einn dagurinn tileinkaður framleiðendum. Hér má horfa á upptöku frá þessu spjalli sem stýrt var af kvikmyndablaðamanninum Wendy Mitchell.

Glassriver kynnir væntanleg verkefni í Gautaborg

Glassriver, nýtt framleiðslufyrirtæki Baldvins Z., Harðar Rúnarssonar, Arnbjargar Hafliðadóttur og Andra Óttarssonar, mun kynna væntanleg verkefni sín fyrir meðframleiðendum og dreifingaraðilum á Gautaborgarhátíðinni.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR