Tökur hefjast í lok ágúst. Verkefnið er skrifað af Herði Rúnarssyni í samvinnu við Birki Blæ Ingólfsson. Auglýsingaleikstjórarnir Samúel Bjarki Pétursson og Gunnar Páll Ólafsson leikstýra.
Fyrsta verkefni hins nýstofnaða framleiðslufyrirtækis Act 4 verður alþjóðleg þáttaröð um afleiðingar eldgoss sem gerir Ísland óbyggilegt. Verkefnið er unnið í samvinnu við bandaríska og króatíska aðila.
Ólafur Darri Ólafsson, Hörður Rúnarsson, Birkir Blær Ingólfsson og Jónas Margeir Ingólfsson hafa stofnað framleiðslufyrirtækið Act 4 með þátttöku alþjóðlegs hóps fjárfesta. Act 4 er ætlað að framleiða norrænt sjónvarpsefni fyrir alþjóðamarkað.
Á bransadögum RIFF var einn dagurinn tileinkaður framleiðendum. Hér má horfa á upptöku frá þessu spjalli sem stýrt var af kvikmyndablaðamanninum Wendy Mitchell.
Glassriver, nýtt framleiðslufyrirtæki Baldvins Z., Harðar Rúnarssonar, Arnbjargar Hafliðadóttur og Andra Óttarssonar, mun kynna væntanleg verkefni sín fyrir meðframleiðendum og dreifingaraðilum á Gautaborgarhátíðinni.