Á dögunum birti tímaritið Current Affairs grein eftir Greg Burris, bandarískan prófessor í kvikmynda- og menningarfræðum við American University of Beirut, þar sem hann segir frá því hvernig íslenskar kvikmyndir urðu honum afar óvænt huggun í kjölfar hinnar gríðarlegu sprengingar sem varð við höfnina í Beirut í Líbanon í ágúst í fyrra og olli gríðarlegu mannfalli og miklu tjóni.
Fúsi Dags Kára hlaut alls þrenn verðlaun á Festival International du Film d’amour í Mons í Belgíu sem lauk á föstudag. Myndin fékk aðalverðlaun hátíðarinnar, Dagur Kári var verðlaunaður fyrir besta handritið og Gunnar Jónsson hlaut verðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki. Myndin hefur nú hlotið alls 15 alþjóðleg verðlaun.
Gunnar Jónsson hlaut verðlaun fyrir hlutverk sitt í kvikmynd Dags Kára, Fúsi, á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Marrakech í Marokkó sem lauk í gær. Þetta eru þrettándu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar.
Gunnar Jónsson fékk sérstaka viðurkenningu dómnefndar fyrir leik sinn í kvikmyndinni Fúsi á 18. kvikmyndahátíðinni í Motovun í Króatíu sem haldin var dagana 25.-29. júlí.
Dagur Kári leikstjóri og handritshöfundur Fúsa og Gunnar Jónsson (eða Gussi eins og hann er gjarnan kallaður) aðalleikari myndarinnar, ræddu við útvarpsmann hjá Radio Eins í Berlín á dögunum um kvikmyndina.