spot_img
HeimEfnisorðGautaborg 2021

Gautaborg 2021

Ánægja með Nordic Film Market á Gautaborgarhátíðinni, WOLKA Árna Ólafs meðal umtalaðra verka í vinnslu

Nordic Film Market, sem er hluti Gautaborgarhátíðarinnar, fór fram á netinu að þessu sinni. Metfjöldi bransafólks tók þátt, eða 734 frá 46 löndum. Ánægja ríkir með fyrirkomulagið og Wolka eftir Árna Ólaf Ásgeirsson var meðal þeirra verkefna sem vöktu umtal, segir í frétt Nordic Film and TV News.

A SONG CALLED HATE: Þau þorðu að taka afstöðu

Bæði SVT og Dagens Nyheter í Svíþjóð fjalla um heimildamynd Önnu Hildar Hilbrandsdóttur, A Song Called Hate, sem nú er sýnd á Gautaborgarhátíðinni. Vísir segir frá.

Jóhann Ævar Grímsson um SYSTRABÖND: Ekki hver gerði það, heldur afhverju

Jóhann Ævar Grímsson er tilnefndur til Norrænu sjónvarpshandritaverðlaunanna í ár fyrir þáttaröðina Systrabönd sem væntanleg er í Sjónvarp Símans á þessu ári. Verðlaunin verða afhent á Gautaborgarhátíðinni. Nordic Film & TV News ræddi við hann af þessu tilefni.

A SONG CALLED HATE keppir í Gautaborg

Heimildamynd Önnu Hildar Hildibrandsdóttur, A Song Called Hate, mun taka þátt í keppni norrænna heimildamynda (Nordic Documentary Competition) á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg, sem haldin verður dagana 29. janúar - 8. febrúar. Hátíðin er sú stærsta á Norðurlöndunum og fer nú fram í 44. skipti, en að þessu sinni í stafrænu formi.

SYSTRABÖND tilnefnd til handritaverðlauna Norræna sjóðsins

Þáttaröðin Systrabönd er tilnefnd til Nordisk Film og TV Fond handritsverðlaunanna á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg sem hefst í lok janúar. Þáttaröðin keppir þar um besta handrit í flokki dramasjónvarpsþáttaraða á Norðurlöndunum.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR