Kirpi Uimonen Ballesteros skrifar um norrænar þáttarðir frá Gautaborgarhátíðinni á vefinn GoldenGlobes.com, en hún sat í dómnefnd Norrænu sjónvarpsverðlaunanna að þessu sinni. Ballestoros ræðir meðal annars við Sofia Helin (Brúin), Adam Price (Vegir drottins) og Nönnu Kristínu Magnúsdóttur, einn handritshöfunda Stellu Blómkvist.
Andið eðlilega eftir Ísold Uggadóttur hlaut FIPRESCI gagnrýnendaverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg sem lýkur í dag. Þetta eru önnur alþjóðlegu verðlaun myndarinnar, sem fyrir nokkrum dögum var heimsfrumsýnd á Sundance hátíðinni þar sem Ísold hlaut leikstjórnarverðlaun í flokki erlendra mynda.
Kvikmyndirnar Andið eðlilega, Undir trénu, Svanurinn og Vetrarbræður ásamt þáttaröðinni Stellu Blómkvist og stuttmyndunum Frelsun og Cut taka þátt í Gautaborgarhátíðinni sem fram fer 26. janúar til 5. febrúar.
Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn hefur kynnt tilnefningar til sjónvarpshandritaverðlauna sinna, en þetta er í annað skiptið sem þau eru veitt. Fulltrúi Íslands er Jóhann Ævar Grímsson fyrir handritið að þáttaröðinni Stellu Blómkvist.