HeimEfnisorðGautaborg 2018

Gautaborg 2018

Nanna Kristín Magnúsdóttir: Frelsið til að gera tilraunir er lykilatriði

Kirpi Uimonen Ballesteros skrifar um norrænar þáttarðir frá Gautaborgarhátíðinni á vefinn GoldenGlobes.com, en hún sat í dómnefnd Norrænu sjónvarpsverðlaunanna að þessu sinni. Ballestoros ræðir meðal annars við Sofia Helin (Brúin), Adam Price (Vegir drottins) og Nönnu Kristínu Magnúsdóttur, einn handritshöfunda Stellu Blómkvist.

„Andið eðlilega“ fær gagnrýnendaverðlaunin í Gautaborg

Andið eðlilega eftir Ísold Uggadóttur hlaut FIPRESCI gagnrýnendaverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg sem lýkur í dag. Þetta eru önnur alþjóðlegu verðlaun myndarinnar, sem fyrir nokkrum dögum var heimsfrumsýnd á Sundance hátíðinni þar sem Ísold hlaut leikstjórnarverðlaun í flokki erlendra mynda.

Sjö íslensk verk til Gautaborgar – „Andið eðlilega“ í keppni

Kvikmyndirnar Andið eðlilega,  Undir trénuSvanurinn og Vetrarbræður ásamt þáttaröðinni Stellu Blómkvist og stuttmyndunum Frelsun og Cut taka þátt í Gautaborgarhátíðinni sem fram fer 26. janúar til 5. febrúar.

Jóhann Ævar Grímsson tilnefndur til norrænna handritsverðlauna fyrir „Stellu Blómkvist“

Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn hefur kynnt tilnefningar til sjónvarpshandritaverðlauna sinna, en þetta er í annað skiptið sem þau eru veitt. Fulltrúi Íslands er Jóhann Ævar Grímsson fyrir handritið að þáttaröðinni Stellu Blómkvist.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR