Ásgeir H. Ingólfsson skrifar hugleiðingu um inntak og sýn nokkurra nýlegra íslenskra kvikmynda á samfélag sitt. Hann notar kvikmyndirnar Hjartastein og American Honey sem einskonar stökkpall og segir þær "tvær splunkunýjar myndir um unglingsástir og greddu í íslensku krummaskuði og bandarískum smábæjum og vegamótelum. Þær segja okkur heilmikið um þá kvöl og gleði sem fylgir því að vera ungur – en bara önnur þeirra segir okkur eitthvað að ráði um samfélagið sem hún sprettur úr."
Margrét Örnólfsdóttir er einn handritshöfunda þáttaraðarinnar Fanga sem frumsýnd verður á RÚV 1. janúar. Fréttatíminn ræðir við hana um vinsældir og möguleika leikins íslensks sjónvarpsefnis á heimsvísu, hvernig það er að vera kona í karllægum kvikmyndageiranum og um staðalmyndir kvenna í íslenskum kvikmyndum sem hún, ásamt fleirum, vinnur að því að breyta.
Anna Svava Knútsdóttir, Arnór Pálmi Arnarson og Vignir Rafn Valþórsson vinna nú að handriti annarrar syrpu af þáttaröðinni Ligeglad. Áætlað er að tökur fari fram á næsta ári og er stefnan tekin á suður Evrópu. Fréttatíminn ræddi við Önnu Svövu.
Baltasar Kormákur gæti breytt framtíð kvikmyndaiðnaðarins á Íslandi ef allt gengur eftir. Grafarvogur verður þá kvikmyndastöð Íslands, segir Fréttatíminn í umfjöllun um áætlanir Baltasars um uppbyggingu kvikmyndavers í Gufunesi.
Á árunum 2000 til 2012 fór 87% fjármagns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands til karla og konur leikstýrðu aðeins 15% íslenskra kvikmynda á árunum 2000 til 2009. Þetta kemur fram í rannsókn Ívars Björnssonar á konum í íslenskri kvikmyndagerð sem skoða má hér.
Haraldur Jónasson skrifar í Fréttatímann um Algjöran Sveppa og Gói bjargar málunum og segir hana ljómandi skemmtilega og vel gerða fjölskyldumynd þar sem ímyndunaraflið sé nýtt til hins ítrasta og kjánalátum og vitleysu gert sérlega hátt undir höfði.
Victor Kossakovsky, heiðursgestur Skjaldborgarhátíðarinnar í ár, segir heimildamyndir fjalla um fólk og veita okkur heimild til að fjalla um það eftir okkar höfði.