Óskarsverðlaunin verða afhent annað kvöld og mun RÚV sýna frá útsendingunni sem hefst kl. 22:30 og stendur langt fram á nótt. Óvenju margir Íslendingar eru ýmist tilnefndir eða tengjast náið tilnefningum í ár.
Ásgeir H. Ingólfsson segir á Menningarsmygli að íslenski hluti Eurovison Song Contest: The Story of Fire Saga sé eins og Hollywood-uppfærsla á eldgömlu áramótaskaupi með Bond á eftirlaunum, samtöl séu skelfilega skrifuð og titillinn um það bil sá versti í sögunni - en þrátt fyrir það sé myndin merkilega fyndin á köflum.