Iðnaðarráðherra og Íslandsstofa semja um að verkefnið Film In Iceland verði áfram í umsjá Íslandsstofu næstu þrjú árin eða út gildistíma laganna um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar.
Endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi eru lykilatriði í að laða að stór erlend kvikmyndaverkefni en einnig afar mikilvægur stuðningur við innlenda kvikmyndagerð. Auk þess skapar þessi ívilnun ríkinu miklu meiri tekjur en nemur framlögum.