Kvikmyndamiðstöð Íslands tekur nú við afgreiðslu erinda og sér um almenna upplýsingagjöf um endurgreiðslukerfi kvikmynda. Jafnframt mun Kvikmyndamiðstöð fylgjast sérstaklega með þróun stuðningskerfa af þessu tagi í Evrópu.
Baltasar Kormákur og Leifur B. Dagfinnsson leggja áherslu á enn eigi eftir að fullnýta þá möguleika sem felast í framleiðslu erlendra kvikmynda hér á landi.
Iðnaðarráðherra og Íslandsstofa semja um að verkefnið Film In Iceland verði áfram í umsjá Íslandsstofu næstu þrjú árin eða út gildistíma laganna um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar.
Endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi eru lykilatriði í að laða að stór erlend kvikmyndaverkefni en einnig afar mikilvægur stuðningur við innlenda kvikmyndagerð. Auk þess skapar þessi ívilnun ríkinu miklu meiri tekjur en nemur framlögum.