Volaða land eftir Hlyn Pálmason var valin besta myndin á Almeria Western Film Festival á Spáni á dögunum. Elliot Crosset Hove var einnig valinn besti leikarinn. Þá hlaut stuttmynd Hlyns, Hreiður, dómnefndarverðlaun á Un Festival C'est Trop Court hátíðinni í Frakklandi fyrir skemmstu.
Ingvar E. Sigurðsson, Elliot Crosset Hove og Maria von Hausswolff hlutu í gærkvöld Bodil-verðlaunin, sem samtök danskra gagnrýnenda hafa veitt árlega í áratugi, fyrir verk sín í kvikmyndinni Volaða land eftir Hlyn Pálmason.
Sölufyrirtækið New Europe Film Sales annast sölu á væntanlegri bíómyndarfrumraun Hlyns Pálmasonar, Vetrarbræðrum. Myndin mun taka þátt í keppni á Locarno hátíðinni sem hefst í byrjun ágúst. Anton Máni Svansson og Guðmundur Arnar Guðmundsson hjá Join Motion Pictures meðframleiða.