Óskarsverðlaunin verða afhent annað kvöld og mun RÚV sýna frá útsendingunni sem hefst kl. 22:30 og stendur langt fram á nótt. Óvenju margir Íslendingar eru ýmist tilnefndir eða tengjast náið tilnefningum í ár.
Tenet eftir Christopher Nolan hlýtur tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir leikmynd í ár og The Midnight Sky eftir George Clooney er einnig tilnefnd fyrir sjónrænar brellur. Fjöldi íslenskra kvikmyndagerðarmanna kom að þessum verkum.
Eggert Ketilsson hafði yfirumsjón með framkvæmd leikmyndar (Supervising Art Director) í kvikmyndinni Dunkirk eftir Christopher Nolan. Myndin hefur nú verið tilnefnd til Óskarsverðlauna, þar á meðal fyrir leikmynd. Fyrir stuttu skrifaði Eggert grein um vinnuna á bakvið leikmyndina í fagritið Perspective sem gefið er út af Samtökum bandarískra leikmyndahönnuða (Art Directors Guild). Greinin, sem er á ensku, birtist nú einnig hér með leyfi höfundar.
Tveir Íslendingar, Eggert Ketilsson og Helga Kristjana Bjarnadóttir eiga hlut að tilnefningum til Óskarsverðlauna í ár. Eggert sem einn leikmyndahönnuða Dunkirk eftir Christopher Nolan og Helga sem einn kvikara teiknimyndarinnar The Breadwinner sem Nora Twomey leikstýrir.
Eggert Ketilsson leikmyndahönnuður og brellumeistari gerir leikmynd stórmyndarinnar Dunkirk sem Christopher Nolan leikstýrir og frumsýnd verður á næsta ári. Fyrsta stikla myndarinnar var nýlega opinberuð.