HeimEfnisorðEddan 2020

Eddan 2020

[Stikla] Íslenskar kvikmyndir í 40 ár

Til að fagna reglulegri framleiðslu íslenskra kvikmynda í 40 ár létu helstu stofnanir og fagfélög kvikmyndagreinarinnar gera stiklu, sem frumsýnd var á Eddunni 2020. Stikluna má skoða hér.

AGNES JOY og HVÍTUR, HVÍTUR DAGUR báðar með sex Edduverðlaun, sú fyrrnefnda kvikmynd ársins

Edduverðlaunin 2020, uppskeruhátíð íslenska sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðarins sem ÍKSA stendur fyrir árlega, voru veitt í sjónvarpsþætti á RÚV þriðjudagskvöldið 6. október. Upphaflega var ráðgert að halda hátíðina með hefðbundnum hætti í mars sl. en fresta þurfti vegna COVID-19 faraldursins. Að þessu sinni voru veitt verðlaun í 26 flokkum sem kosin voru af meðlimum ÍKSA, auk verðlauna fyrir sjónvarpsefni ársins sem eru áhorfendaverðlaun og voru valin í rafrænni kosningu. Þá voru árleg heiðursverðlaun ÍKSA einnig veitt og komu þau í hlut Spaugstofunnar að þessu sinni.

Stjórn ÍKSA: Edduþátturinn á RÚV í kvöld ekki í beinni útsendingu

Stjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar (ÍKSA) hefur sent frá sér tilkynningu varðandi Edduverðlaunaþáttinn sem sýndur verður á RÚV í kvöld, þriðjudag, kl. 20.

Eddan verður 6. október, hér eru tilnefningarnar

Eddan verður á dagskrá RÚV þriðjudagskvöldið 6. október næstkomandi, en í ljósi samkomutakmarkana verður dagskráin með öðru sniði en venja er. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ÍKSA.

Edduverðlaunahátíð frestað vegna kórónaveiru

Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían hefur ákveðið að fresta afhendingu Edduverðlauna um óákveðinn tíma vegna kórónaveirunnar, en hátíðin átti að fara fram þann 20. mars næstkomandi.

Konur atkvæðamiklar í Eddutilnefningum í ár

Davíð Roach Gunnarsson hjá Menningarvef RÚV tekur saman tölulegar staðreyndir um Eddutilnefningarnar og vekur meðal annars athygli á áberandi hlut kvenna í ár.

Opnað fyrir innsendingar til Edduverðlauna

Opnað hefur verið fyrir innsendingar á kvikmynda- og sjónvarpsverkum fyrir Edduna 2020. Gjaldgeng eru verk, frumsýnd opinberlega á tímabilinu 1. janúar til 31. desember 2019. Innsendingarferlið er að fullu rafrænt á sérstakri innsendingarsíðu Eddunnar. Framleiðslufyrirtæki fylla þar út allar upplýsingar um viðeigandi verk, greiða innsendingargjald og hlaða verkum upp til ÍKSA.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR