Til að fagna reglulegri framleiðslu íslenskra kvikmynda í 40 ár létu helstu stofnanir og fagfélög kvikmyndagreinarinnar gera stiklu, sem frumsýnd var á Eddunni 2020. Stikluna má skoða hér.
Edduverðlaunin 2020, uppskeruhátíð íslenska sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðarins sem ÍKSA stendur fyrir árlega, voru veitt í sjónvarpsþætti á RÚV þriðjudagskvöldið 6. október. Upphaflega var ráðgert að halda hátíðina með hefðbundnum hætti í mars sl. en fresta þurfti vegna COVID-19 faraldursins. Að þessu sinni voru veitt verðlaun í 26 flokkum sem kosin voru af meðlimum ÍKSA, auk verðlauna fyrir sjónvarpsefni ársins sem eru áhorfendaverðlaun og voru valin í rafrænni kosningu. Þá voru árleg heiðursverðlaun ÍKSA einnig veitt og komu þau í hlut Spaugstofunnar að þessu sinni.
Stjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar (ÍKSA) hefur sent frá sér tilkynningu varðandi Edduverðlaunaþáttinn sem sýndur verður á RÚV í kvöld, þriðjudag, kl. 20.
Eddan verður á dagskrá RÚV þriðjudagskvöldið 6. október næstkomandi, en í ljósi samkomutakmarkana verður dagskráin með öðru sniði en venja er. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ÍKSA.
Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían hefur ákveðið að fresta afhendingu Edduverðlauna um óákveðinn tíma vegna kórónaveirunnar, en hátíðin átti að fara fram þann 20. mars næstkomandi.
Davíð Roach Gunnarsson hjá Menningarvef RÚV tekur saman tölulegar staðreyndir um Eddutilnefningarnar og vekur meðal annars athygli á áberandi hlut kvenna í ár.
Opnað hefur verið fyrir innsendingar á kvikmynda- og sjónvarpsverkum fyrir Edduna 2020. Gjaldgeng eru verk, frumsýnd opinberlega á tímabilinu 1. janúar til 31. desember 2019. Innsendingarferlið er að fullu rafrænt á sérstakri innsendingarsíðu Eddunnar. Framleiðslufyrirtæki fylla þar út allar upplýsingar um viðeigandi verk, greiða innsendingargjald og hlaða verkum upp til ÍKSA.