Fjallað var um upphaf íslenskra sjónvarpsauglýsinga í Djöflaeyjunni í gærkvöldi og meðal annars rætt við Jón Þór Hannesson framleiðanda, en fáir (líklega engir) hafa meiri reynslu af gerð slíks efnis hér á landi.
Gagnrýnendur Djöflaeyjunnar, Hlín Agnarsdóttir og Gunnar Smári Egilsson, ræddu um íslenskar kvikmyndir í tilefni þess að á dögunum voru alls sex slíkar í sýningum á bíóunum. Þeim fannst heilt yfir frekar lítið til þessara mynda koma, nefndu flatar persónur, áberandi karllæga sýn og að handrit væru almennt ekki nógu áhugaverð.
Djöflaeyjan ræddi við Hafstein Gunnar Sigurðsson leikstjóra Á annan veg um hina bandarísku endurgerð myndarinnar sem verður frumsýnd hér á landi á föstudag.