Ísold Uggadóttir var valin besti leikstjórinn fyrir mynd sína Andið eðlilega á verðlaunahátíð Chlotrudis Society for Independent Film í Massachussets í Bandaríkjunum um liðna helgi. Halldóra Geirharðsdóttir var einnig valin besta leikkonan fyrir leik sinn í Kona fer í stríð og Davíð Þór Jónsson fékk einnig verðlaun fyrir tónlist í sömu mynd.
Davíð Þór Jónsson tónskáld hlaut Norrænu kvikmyndatónskáldaverðlaunin 2019 í Berlín í dag fyrir tónlist sína í kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð.
Davíð Þór Jónsson skafar ekki utan af því í umsögn sinni um Noah Darren Aronovsky sem birtist í Herðubreið. "Það ótrúlega er að heil Hollywoodmynd, sem hundruð manna koma að á hinum ýmsu stigum og morði fjár þarf að dæla í til að líti dagsins ljós, skuli hafa komist alla leið á hvíta tjaldið án þess svo virðist sem nokkurn tímann í ferlinu hafi einhver með völd og vit staðið upp, sett hnefann í borðið og sagt: „Halló! Sér enginn að það sem hér er verið að búa til er óþverri?”
Hross í oss hlaut tvenn verðlaun á nýyfirstaðinni kvikmyndahátíð í Aubagne í Suður-Frakklandi, en á hátíðinni er aðaláherslan lögð á tónlist og hljóðvinnslu í kvikmyndum. Myndin hefur því hlotið alls 21 verðlaun hingað til, þar af sex Eddur.