spot_img
HeimEfnisorðDavid Lynch

David Lynch

Sambíóin sýna myndir David Lynch

Sambíóin munu í marsmánuði heiðra minningu David Lynch, sem lést á dögunum. Sýndar verða fjórar af helstu myndum hans, The Elephant Man, Wild at Heart, Blue Velvet og Mulholland Drive, í Sambíóunum Kringlunni.

Sigurjón Sighvatsson um David Lynch: Hann var áhrifamesti kvikmyndaleikstjóri í heimi

Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndaframleiðandi, segir David Lynch hafa verið áhrifamesta kvikmyndaleikstjóra í heimi. Þeir unnu saman, meðal annars að sjónvarpsþáttunum vinsælu Twin Peaks sem og kvikmyndinni Wild at Heart sem hlaut Gullpálmann í Cannes og voru góðir vinir. Lynch lést 15 janúar, 78 ára að aldri.

David Lynch minnst

David Lynch er látinn, tæplega 79 ára að aldri. Hann fæddist 20. janúar 1946 og lést í fyrradag, 15. janúar. Lynch er án efa einn allra merkasti kvikmyndahöfundur sem komið hefur fram í Bandaríkjunum og þó víðar væri leitað. Hans er minnst víða um heim, þar á meðal hér á landi. 
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR