Sambíóin munu í marsmánuði heiðra minningu David Lynch, sem lést á dögunum. Sýndar verða fjórar af helstu myndum hans, The Elephant Man, Wild at Heart, Blue Velvet og Mulholland Drive, í Sambíóunum Kringlunni.
Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndaframleiðandi, segir David Lynch hafa verið áhrifamesta kvikmyndaleikstjóra í heimi. Þeir unnu saman, meðal annars að sjónvarpsþáttunum vinsælu Twin Peaks sem og kvikmyndinni Wild at Heart sem hlaut Gullpálmann í Cannes og voru góðir vinir. Lynch lést 15 janúar, 78 ára að aldri.
David Lynch er látinn, tæplega 79 ára að aldri. Hann fæddist 20. janúar 1946 og lést í fyrradag, 15. janúar. Lynch er án efa einn allra merkasti kvikmyndahöfundur sem komið hefur fram í Bandaríkjunum og þó víðar væri leitað. Hans er minnst víða um heim, þar á meðal hér á landi.