Napóleonsskjölin eftir Óskar Þór Axelsson er meðal þeirra nýju mynda sem kaupendur bíða spenntir eftir á markaðinum í Cannes sem hefst eftir fáeina daga. Variety greinir frá.
Kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Fjallkona fer í stríð, fékk á dögunum 17 milljón króna styrk frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. Tökur á myndinni hefjast í júlí og Halldóra Geirharðsdóttir fer með aðalhlutverkið.