Vladan Petkovic hjá Cineuropa skrifar um Fúsa Dags Kára frá Berlínarhátíðinni og segir hana virkilega fallega frásögn sem gæti gengið vel á markaði listrænna kvikmynda sé rétt á spöðum haldið.
Alþjóðleg sala á kvikmynd Dags Kára, Fúsi, sem frumsýnd var á yfirstandandi Berlínarhátíð, gengur vel. Franska sölufyrirtækið Bac Films hefur nú selt myndina til Imovision (Brasilíu), September Films (Benelux), Babilla Cine (Kólumbíu) og Europafilm (Noregi). Fyrir kvikmyndahátíðina í Berlín var hún einnig seld til Alamode (Þýskaland og Austurríki) og MCF Megacom (fyrrum Júgóslavía).
Stephen Dalton hjá The Hollywood Reporter skrifar frá Berlín um Fúsa Dags Kára og segir hana hlýlega og fyndna svipmynd af risastórum utanveltumanni með jafnvel enn stærra hjarta, létta nálgun á þungt viðfangsefni sem sneiði hjá myrkrinu, dýptinni og flókinni sálfræðistúdíu.
Fúsi, nýjasta kvikmynd Dags Kára, hefur verið valin til þátttöku á Berlinale, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín, sem fer fram 5. – 15. febrúar. Myndin verður heimsfrumsýnd á hátíðinni og mun taka þátt í Berlinale Special Gala hluta hennar, sem samanstendur af myndum sem eru sérstaklega valdar af Dieter Kosslick hátíðarstjóra.
Hera Hilmarsdóttir leikkona hefur verið valin í Shooting Stars hópinn árið 2015. Árlega velja European Film Promotion (EFP) samtökin 10 unga og efnilega leikara og leikkonur úr hópi aðildarlanda samtakanna, sem vakið hafa sérstaka athygli og kynnir þá sérstaklega á Berlinale kvikmyndahátíðinni.