Stuttmyndin Atelier eftir Elsu Maríu Jakobsdóttur hlaut í gær sérstaka viðurkenningu í flokki skólamynda á Aspen Film Shortsfest í Bandaríkjunum. Myndin var auk þess valin "Vimeo Staff Pick" og er því nú til sýnis í heild sinni á Vimeo, þar sem yfir 30 þúsund hafa horft á hana fyrsta sólarhringinn. Skoða má myndina hér.
Vetrarbræður eftir Hlyn Pálmason hlaut aðalverðlaun Angers Premiers Plans hátíðarinnar í Frakklandi sem leggur áherslu á fyrstu verk leikstjóra. Þá hlaut stuttmyndin Atelier eftir Elsu Maríu Jakobsdóttur nemendaverðlaun hátíðarinnar, en myndin er útskriftarverkefni hennar frá Danska kvikmyndaskólanum.
Laurence Boyce hjá Cineuropa skrifar umsögn um Atelier, útskriftarmynd Elsu Maríu Jakobsdóttur frá Danska kvikmyndaskólanum. Myndin var sýnd á nýliðinni Karlovy Vary hátíð.
Stikla Atelier útskriftarmyndar Elsu Maríu Jakobsdóttur frá Danska kvikmyndaskólanum, hefur verið opinberuð og má skoða hér. Myndin var valin á Karlovy Vary hátíðina sem hefst í lok júní, en þar tekur hún þátt í flokknum Future Frames: Ten New Filmmakers to Follow.
Útskriftarmynd Elsu Maríu Jakobsdóttur frá Danska kvikmyndaskólanum, stuttmyndin Atelier, hefur verið valin til þátttöku á Future Frames: Ten New Filmmakers to Follow á Karlovy Vary hátíðinni sem fram fram í 52. skipti í Tékklandi dagana 30. júní til 8. júlí.