HeimEfnisorðAtelier

Atelier

„Atelier“ verðlaunuð í Aspen, valin til sýninga á Vimeo

Stuttmyndin Atelier eftir Elsu Maríu Jakobsdóttur hlaut í gær sérstaka viðurkenningu í flokki skólamynda á Aspen Film Shortsfest í Bandaríkjunum. Myndin var auk þess valin "Vimeo Staff Pick" og er því nú til sýnis í heild sinni á Vimeo, þar sem yfir 30 þúsund hafa horft á hana fyrsta sólarhringinn. Skoða má myndina hér.

„Vetrarbræður“ og „Atelier“ verðlaunaðar á Angers hátíðinni

Vetrarbræður eftir Hlyn Pálmason hlaut aðalverðlaun Angers Premiers Plans hátíðarinnar í Frakklandi sem leggur áherslu á fyrstu verk leikstjóra. Þá hlaut stuttmyndin Atelier eftir Elsu Maríu Jakobsdóttur nemendaverðlaun hátíðarinnar, en myndin er útskriftarverkefni hennar frá Danska kvikmyndaskólanum.

Cineuropa um „Atelier“: Bláköld og brothætt

Laurence Boyce hjá Cineuropa skrifar umsögn um Atelier, útskriftarmynd Elsu Maríu Jakobsdóttur frá Danska kvikmyndaskólanum. Myndin var sýnd á nýliðinni Karlovy Vary hátíð.

Elsa María Jakobsdóttir ræðir um „Atelier“

Elsa María Jakobsdóttir ræðir við Cineuropa um útskriftarmynd sína Atelier, sem sýnd var á nýliðinni Karlovy Vary hátíð undir merki Future Frames.

[Stikla] „Atelier“ eftir Elsu Maríu Jakobsdóttur

Stikla Atelier útskriftarmyndar Elsu Maríu Jakobsdóttur frá Danska kvikmyndaskólanum, hefur verið opinberuð og má skoða hér. Myndin var valin á Karlovy Vary hátíðina sem hefst í lok júní, en þar tekur hún þátt í flokknum Future Frames: Ten New Filmmakers to Follow.

Útskriftarmynd Elsu Maríu Jakobsdóttur, „Atelier“, valin á Karlovy Vary

Útskriftarmynd Elsu Maríu Jakobsdóttur frá Danska kvikmyndaskólanum, stuttmyndin Atelier, hefur verið valin til þátttöku á Future Frames: Ten New Filmmakers to Follow á Karlovy Vary hátíðinni sem fram fram í 52. skipti í Tékklandi dagana 30. júní til 8. júlí.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR