Keep Frozen eftir Huldu Rós Guðnadóttur keppir um bestu heimildamyndina á Nordisk Panorama (Malmö 16.-21. sept.), auk þess sem þrír nýliðar; Þórður Pálsson, Anna Gunndís Gunnarsdóttir og Katrín Björgvinsdóttir keppa með stuttmyndir sínar Brothers, I Can't Be Seen Like This og Bestu vinkonur að eilífu amen um titilinn Besta nýja norræna röddin.
Framleiðslufyrirtækið Kusk leitar nú að ungum leikkonum í aðalhlutverk fyrir stuttmyndina I Can’t Be Seen Like This eftir Önnu Gunndísi Guðmundsdóttur en stefnt er á frumsýningu í New York í maí 2015. Konur eru í miklum meirihluta við gerð myndarinnar og eru allar helstu lykilstöður við framleiðslu hennar í höndum kvenna.
Anna Gunndís Guðmundsdóttir leikkona, sem nú stundar nám í kvikmyndagerð við New York University hyggst taka upp stuttmyndina I Can't Be Seen Like This í byrjun næsta árs. Anna Gunndis leitar eftir stuðningi við verkefnið á Karolina Fund.