spot_img

[Stikla] MAÐURINN SEM ELSKAR TÓNLIST frumsýnd

Heimildamyndin Maðurinn sem elskar tónlist eftir Jóhann Sigmarsson verður frumsýnd í Bíó Paradís 8. janúar. Myndin fjallar um ævi og störf tónlistarmannsins Þóris Baldurssonar.

Í verkinu er farið yfir feril Þóris allt frá æskuárum hans í Keflavík til alþjóðlegrar velgengni á diskó-tímabilinu, þar sem hann starfaði með listamönnum á borð við Boney M, Donna Summer, Giorgio Moroder og Rolling Stones. Þórir, sem nú er 81 árs, ferðast í myndinni á sögustaði tónlistarferilsins, hittir gamla félaga og rifjar upp tímamótin sem mótuðu líf hans og tónlistina sem breytti heiminum.

Jóhann Sigmarsson er leikstjóri, handritshöfundur og framleiðandi ásamt Fahad Fal Jabali og Kseniju Sigmarsson.

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR