spot_img

Heimildamyndin FRÁ ÓMI TIL HLJÓMS frumsýnd í Bíó Paradís

Ásdís Thoroddsen mun ræða við áhorfendur í Bíó Paradís þriðjudaginn 4. nóvember að lokinni sýningu á heimildamyndinni Frá ómi til hljóms.

Spjallið er undir merkjum dagskrárinnar Kvöldstund með… sem hófst í Bíó Paradís í fyrra og hefur tekist vel. Ásgrímur Sverrisson stýrir kvöldstundinni að þessu sinni.

Myndin er svo kynnt:

Sveinn Þórarinsson amtskrifari (1821-1868) hélt dagbók frá unglingsaldri þar til hann lést. Dagbókarfærslur hans, sem lúta að tónlist eru leiðarstef í kvikmyndinni „Frá ómi til hljóms,“ sem fjallar um breytinguna sem varð í íslensku tónlistarlífi á 19. öld þegar ný hljóðfæri, nýjar tóntegundir og sönglög bárust frá meginlandinu.

Myndin var frumsýnd á Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildamynda, fyrr á árinu. Stiklu má skoða að neðan og ennfremur umfjöllun Klapptrés um myndina frá Skjaldborgarhátíðinni.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR