Myndin segir sögu riðuveiki í sauðfé á Íslandi. Fjallað er um hvernig riða barst hingað til lands seint á nítjándu öld, baráttuna við sjúkdóminn og leitina að verndandi geni gegn honum.
Guðbergur Davíðsson og Konráð Gylfason leikstýra verkinu, sem er 52 mínútur að lengd, en myndin er framleidd af Ljósop ehf.













