Í frétt Morgunblaðsins segir:
Nýjum sjónvarpsverðlaunum sem afhenda átti í fyrsta sinn í þessum mánuði hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Erfiðlega hefur gengið að koma umræddum verðlaunum á fót og nú syrtir enn í álinn. Að sögn Kristjönu Thors Brynjólfsdóttur, framkvæmdastjóra miðla og efnisveitna hjá Sýn, var ákveðið að fresta verðlaunahátíðinni vegna breytinga í dagskrárstjórn hjá RÚV. Sem kunnugt er lét Skarphéðinn Guðmundsson af störfum sem dagskrárstjóri um áramót en aðeins er vika síðan arftaki hans, Eva Georgs Ásudóttir, kom til starfa.
Hér má lesa frétt Klapptrés frá nóvember síðastliðnum um hin fyrirhuguðu sjónvarpsverðlaun.













