spot_img

Sérstökum sjónvarpsverðlaunum á vegum sjónvarpsstöðvanna frestað um óákveðinn tíma

Sérstökum sjónvarpsverðlaunum á vegum sjónvarpsstöðvanna, sem til stóð að halda í lok maí, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu.

Í frétt Morgunblaðsins segir:

Nýj­um sjón­varps­verðlaun­um sem af­henda átti í fyrsta sinn í þess­um mánuði hef­ur verið frestað um óákveðinn tíma. Erfiðlega hef­ur gengið að koma um­rædd­um verðlaun­um á fót og nú syrt­ir enn í ál­inn. Að sögn Kristjönu Thors Brynj­ólfs­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra miðla og efn­isveitna hjá Sýn, var ákveðið að fresta verðlauna­hátíðinni vegna breyt­inga í dag­skrár­stjórn hjá RÚV. Sem kunn­ugt er lét Skarp­héðinn Guðmunds­son af störf­um sem dag­skrár­stjóri um ára­mót en aðeins er vika síðan arftaki hans, Eva Georgs Ásu­dótt­ir, kom til starfa.

Hér má lesa frétt Klapptrés frá nóvember síðastliðnum um hin fyrirhuguðu sjónvarpsverðlaun.

HEIMILDMbl.is
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR