RÚV auglýsir eftir dagskrárstjóra sjónvarps

RÚV hefur auglýst stöðu dagskrárstjóra sjónvarps lausa til umsóknar. Umsóknarfrestur er til og með 31. mars 2025.

Á vef RÚV segir:

Við leitum að öflugum og metnaðarfullum stjórnanda með breiða þekkingu á dagskrárefni og framleiðslu í starf dagskrárstjóra sjónvarps. Dagskrárstjóri leiðir starf dagskrársviðs sjónvarps og tryggir að innkaup og framleiðsla á innlendu og erlendu dagskrárefni séu í samræmi við stefnu RÚV.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Ábyrgð á ritstjórn, dagskrá, framleiðslu, innkaupum, mótun og þróun dagskrárstefnu fyrir sjónvarp í samræmi við stefnu og markmið RÚV.
  • Ábyrgð á áætlanagerð, rekstri og stjórnun mannauðs.
  • Ábyrgð á íþróttaumfjöllun í öllum miðlum ásamt dagskrárefni fyrir börn og ungmenni.
  • Ábyrgð á skipulagi samstarfs og samskipta við sjálfstæða framleiðendur og aðra efnisbirgja.
  • Eftirlit með árangri og gæðum sjónvarpsefnis sem sent er út í miðlum RÚV og aðgengi að sjónvarpsdagskrá.
  • Víðtæk samskipti og samstarf við hagsmunaaðila, s.s. sjálfstæða framleiðendur og aðra hagsmunaaðila sem og erlent samstarf m.a. á vettvangi Nordvision og EBU.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun er kostur.
  • Þekking á dagskrárgerð og framleiðslu sjónvarpsefnis.
  • Farsæl stjórnunarreynsla, leiðtogafærni og drifkraftur.
  • Góð skipulagsfærni, sjálfstæði, frumkvæði og lausnamiðuð nálgun.
  • Góð samskiptahæfni og færni til að leiða árangursríka samvinnu.
  • Mjög góð íslenskukunnátta og góð almenn tungumálakunnátta.
  • Þekking á starfsemi fjölmiðla, menningu og listum.

Umsóknarfrestur er til og með 31. mars 2025.

Nánari upplýsingar veitir Thelma Kristín Kvaran, thelma@intellecta.is. Umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðum umsóknar og hæfni umsækjanda til að gegna starfinu. Tekið er á móti umsóknum á heimasíðu Intellecta.

HEIMILDRÚV
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR