[Stikla] Heimildamyndin HANNA, SHE’S A REBEL sýnd í Bíó Paradís 1. febrúar

Heimildamyndin Hanna, she's a rebel eftir Laura López verður sýnd í Bíó Paradís þann 1. febrúar. Myndin var frumsýnd á Skjaldborg síðasta vor.

Hanna Pálsdóttir er 83 ára íslensk kona sem sneri lífi sínu við þegar hún hætti sem bankastarfsmaður og innritaði sig í listaskóla til að verða málari. Þessi heimildamynd fylgir Hönnu í gegnum sköpunarferlið við undirbúning fyrir nýjustu sýningu sína þar sem hún rifjar upp líf sitt sem aktívisti og útibússtjóri áður en málaralistin bankaði upp á í lífi hennar. Fyrir þessa konu er það aldrei of seint til að byrja aftur.

Laura López er frá Mexíkó og lærði þar kvikmyndagerð. Árið 2017 kom hún til Íslands til að gera heimildamynd um hljómsveitina Mammút, en myndin um Hönnu kom óvænt upp í hendurnar á henni. Hún settist að á Íslandi og lærði íslensku.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR