Felix & Klara fjallar um eldri hjón sem þurfa að bregða búi og flytja í litla íbúð í þjónustukjarna. En nýjum högum fylgja allskyns flækjustig, sér í lagi þar sem sá gamli er á ógreindu einhverfurófi og frúnni finnst ekki leiðinlegt að fá sér í tánna, segir Ragnar á Facebook síðu sinni.
Jón Gnarr og Edda Björgvinsdóttir fara með aðalhlutverkin.
Davíð Óskar Ólafsson framleiðir fyrir Mystery. Hulda Helgadóttir hannaði leikmynd, Helga Rós V. Hannam gerir búninga, Kristín Júlla gerfi og Thomas Foldberg, Ásta Hafþórsdóttir og Anna Kiesser sjá um förðun, Hanna Björg Jónsdottir er aðstoðarleikstjóri, Árni Filippusson kvikmyndaði, Valdís Óskarsdóttir klippir, Björn Viktorsson hannar hljóð og Mugison gerir tónlist.