Tvær nýjar íslenskar kvikmyndir eru í aðaldagskrá hátíðarinnar. Kvikmyndin Ljósbrot, í leikstjórn Rúnars Rúnarssonar, keppir þar um verðlaun og Snerting, í leikstjórn Baltasars Kormáks, verður sýnd í hluta hátíðarinnar sem nefnist Oscars on Skis.
Tengsl hátíðarinnar við íslenska kvikmyndagerð hafa löngum verið sterk. Fjöldi íslenskra kvikmynda hafa verið sýndar á hátíðinni í gegnum tíðina og hlotið þar verðlaun, auk þess sem mörg íslensk verkefni í vinnslu hafa tekið þátt í bransahluta hennar sem nefnist Industry Village.
Eldri í bland við nýrri kvikmyndaverk verða hluti af fókusnum, 9 leiknar myndir í fullri lengd og 9 stuttmyndir.
Leiknar myndir í fullri lengd:
A Song Called Hate (2021)
Anna Hildur Hildibrandsdóttir
Á ferð með mömmu (2022)
Hilmar Oddsson
Dagurinn sem Ísland stöðvaðist (2024)
Pamela Hogan
Haut les coeurs! (1999)
Sólveig Anspach
Hjartasteinn (2016)
Guðmundur Arnar Guðmundsson
Hrútar (2015)
Grímur Hákonarson
Kona fer í stríð (2018)
Benedikt Erlingsson
Svar við bréfi Helgu (2022)
Ása Helga Hjörleifsdóttir
Vetrarbræður (2017)
Hlynur Pálmason
Stuttmyndir:
Allir hundar deyja (2020)
Ninna Pálmadóttir
Ég (2018)
Hallfríður Tryggvadóttir, Vala Ómarsdóttir
HEX (2022)
Katrín Helga Andrésdóttir
Hreiður (2022)
Hlynur Pálmason
Hvalfjörður (2013)
Guðmundur Arnar Guðmundsson
Já-fólkið (2020)
Gísli Darri Halldórsson
O (hringur) (2024)
Rúnar Rúnarsson
Síðasti dansinn (2020)
Ása Helga Hjörleifsdóttir
Toutes les deux (2022)
Clara Lemaire Anspach