Stór íslenskur kvikmyndafókus í Les Arcs

Tuttugu íslensk kvikmyndaverk eru sýnd á íslenskum kvikmynda- og tónlistarfókus kvikmyndahátíðarinnar í Les Arcs í Frakklandi sem stendur nú yfir.

Tvær nýjar íslenskar kvikmyndir eru í aðaldagskrá hátíðarinnar. Kvikmyndin Ljósbrot, í leikstjórn Rúnars Rúnarssonar, keppir þar um verðlaun og Snerting, í leikstjórn Baltasars Kormáks, verður sýnd í hluta hátíðarinnar sem nefnist Oscars on Skis.

Tengsl hátíðarinnar við íslenska kvikmyndagerð hafa löngum verið sterk. Fjöldi íslenskra kvikmynda hafa verið sýndar á hátíðinni í gegnum tíðina og hlotið þar verðlaun, auk þess sem mörg íslensk verkefni í vinnslu hafa tekið þátt í bransahluta hennar sem nefnist Industry Village.

Eldri í bland við nýrri kvikmyndaverk verða hluti af fókusnum, 9 leiknar myndir í fullri lengd og 9 stuttmyndir.

Leiknar myndir í fullri lengd:

A Song Called Hate (2021)
Anna Hildur Hildibrandsdóttir

Á ferð með mömmu (2022)
Hilmar Oddsson

Dagurinn sem Ísland stöðvaðist (2024)
Pamela Hogan

Haut les coeurs! (1999)
Sólveig Anspach

Hjartasteinn (2016)
Guðmundur Arnar Guðmundsson

Hrútar (2015)
Grímur Hákonarson

Kona fer í stríð (2018)
Benedikt Erlingsson

Svar við bréfi Helgu (2022)
Ása Helga Hjörleifsdóttir

Vetrarbræður (2017)
Hlynur Pálmason

Stuttmyndir:

Allir hundar deyja (2020)
Ninna Pálmadóttir

Ég (2018)
Hallfríður Tryggvadóttir, Vala Ómarsdóttir

HEX (2022)
Katrín Helga Andrésdóttir

Hreiður (2022)
Hlynur Pálmason

Hvalfjörður (2013)
Guðmundur Arnar Guðmundsson

Já-fólkið (2020)
Gísli Darri Halldórsson

O (hringur) (2024)
Rúnar Rúnarsson

Síðasti dansinn (2020)
Ása Helga Hjörleifsdóttir

Toutes les deux (2022)
Clara Lemaire Anspach

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR