Flestir flokkanna vilja gera samkomulag við kvikmyndagreinina til næstu ára

Flestir flokkanna sem nú bjóða fram til Alþingis vilja gera samkomulag við kvikmyndagerðina til næstu fjögurra ára. Þetta kom fram á málþinginu Setjum menninguna á dagskrá sem BÍL stóð fyrir í húsnæði LHÍ í gær með fulltrúum stjórnmálaflokkanna.

Fulltrúar fagfélaga í kvikmyndagreininni sem tilheyra BÍL (FK, SKL og FLH) spurðu frambjóðendur eftirfarandi sameiginlegrar spurningar:

Mun þinn flokkur sjá til þess að staðið verði við fyrirheit um eflingu Kvikmyndasjóðs og fjármögnun Sjónvarpssjóðs og að gert verði samkomulag við kvikmyndageirann til fjögurra ára um fjárveitingar og fjárhagslegt umhverfi, líkt og gert var reglulega fram til 2019?

Fulltrúi Miðflokksins kaus að sitja hjá. Fulltrúar Flokks fólksins og Lýðræðisflokksins mættu ekki. Fulltrúar allra hinna flokkanna, Pírata, Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna, Samfylkingar, Sósíalista og Framsóknarflokks, svöruðu játandi.

Hér að neðan má sjá upptöku frá fundinum. Spurninguna og svör fullltrúa flokkanna má sjá frá 01:28:37.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR