[Stikla] THE DAMNED eftir Þórð Pálsson væntanleg

Stikla kvikmyndarinnar The Damned í leikstjórn Þórðar Pálssonar er komin út.

Myndin var tekin upp hér á landi í fyrra, líkt og Klapptré skýrði frá. Hún var heimsfrumsýnd á Tribeca hátíðinni í New York í byrjun sumars.

The Damned er sálfræðileg hryllingsmynd sem gerist á 19. öld á Vestfjörðum og segir frá Evu, ekkju og erfingja afskekktar verbúðar. Þegar erlent seglskip strandar í firðinum stendur Eva frammi fyrir erfiðu vali: eiga hún og vinnumenn hennar að koma til bjargar eða forgangsraða frekar eigin velferð. Þjökuð af samviskubiti og vaxandi ótta um ómanneskjulega hefnd, takast Eva og vinnumenn hennar á við afleiðingar gjörða sinna.

Breskir leikarar, Odessa Young og Joe Cole, fara með aðalhlutverkin. Hinn síðarnefndi lék meðal annars í Against the Ice, sem tekin var upp hér á landi.

Handrit skrifar Jamie Hannigan eftir hugmynd Þórðar.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR