Baltasar leikstýrir Charlize Theron í spennumyndinni APEX fyrir Netflix

Baltasar Kormákur mun leikstýra spennumyndinni Apex fyrir Netflix. Charlize Theron fer með aðalhlutverk og munu tökur hefjast í Ástralíu innan skamms.

Deadline fjallaði um verkefnið fyrir skömmu. Þar kemur meðal annars fram að handritið sé eftir Jeremy Robbins og að því sé lýst sem Free Solo mætir Silence of the Lambs. Sagan hverfist um klettaklifrara sem er elt uppi í villtri náttúrunni.

Einnig segir í frétt Deadline að yfirmenn Netflix hafi verið svo hrifnir af handritinu að þeir hafi keypt verkefnið með aðeins framleiðendur um borð, meðan venjan sé að líta til hverjir fari með helstu hlutverk áður en gengið er frá samningum. Theron og Baltasar hafi verið fyrsta val hvað varðar aðalleikara og leikstjóra og þau hafi bæði strax lýst yfir áhuga sínum, sem einnig sé óvenjulegt. Nú á tímum séu framhaldsmyndir hverskonar yfirgnæfandi og sjaldgæft að nýjar sögur laði að sér topp hæfileikafólk.

HEIMILDDeadline
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR