Sögn Baltasars hyggst greiða 250 milljónir króna í arð

Félagið Sögn ehf., sem er í eigu Baltasars Kormáks Baltasarssonar, hyggst greiða út 250 milljónir króna í arð í ár.

Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu og þar segir ennfremur:

Félagið Sögn ehf., móðurfélag framleiðslufyrirtækisins RVK Studios, hagnaðist um 134 milljónir króna í fyrra samanborið við 170 milljónir árið 2022.

Félagið, sem er í eigu Baltasars Kormáks Baltasarssonar, hyggst greiða út 250 milljónir króna í arð í ár að því er kemur fram í nýbirtum ársreikningi.

Rekstrartekjur Sagnar námu 248 milljónum króna árið 2023 og drógust saman um 6,7% frá fyrra ári. Rekstrarhagnaður (EBIT) dóst saman úr 189 milljónum í 163 milljónir.

Eignir félagsins námu 1,2 milljörðum króna og eigið fé var um 1,1 milljarður í lok síðasta árs.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR