Áætlað er að myndin verði frumsýnd haustið 2025.
Eldarnir er rómantískur þriller sem fjallar um Önnu Arnardóttur, einn helsta eldfjallafræðing landsins sem stendur frammi fyrir tvenns konar hamförum: eldgosi sem ógnar öryggi höfuðborgarbúa og ástarsambandi sem gæti eyðilagt hjónaband hennar.
Ugla Hauksdóttir leikstýrir og skrifar aðlögun bókarinnar ásamt Markus Englmair.
Með aðalhlutverk fara Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Pilou Asbæk og Jóhann G. Jóhannsson.
Myndin er framleidd af Grímari Jónssyni hjá Netop Films og Klaudiu Śmieja-Rostworowska hjá Madants. Bankside Films í Bretlandi annast sölu á heimsvísu en Smárabíó hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn á Íslandi.