Sigurður kynnti nýja fjármálaætlun 2025-2029 fyrr í dag og ræddi Morgunblaðið við hann af því tilefni. Sigurður segir meðal annars að ekki sé horft til þess að lækka endurgreiðsluhlutfallið úr 35%. Hins vegar sé til skoðunar að fara yfir skilyrði fyrir því hvernig styrkurinn er veittur. Hann tekur þó fram að það sé á hendi menningar- og viðskiptaráðuneytisins.
Skoða á nánar skilyrði fyrir endurgreiðslu
Skoða á nánar skilyrði fyrir endurgreiðslu á kostnaði vegna kvikmyndaframleiðslu hér á landi, en áfram verður þó miðað við 35% endurgreiðslu. Þetta segir Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra í samtali við mbl.is.
HEIMILDMbl.is