spot_img

[Stikla] SVÖRTU SANDAR II hefst 6. október á Stöð 2

Stikla annarrar syrpu Svörtu sanda er komin út. Þáttaröðin verður sýnd á Stöð 2 frá 6. október. Þetta er beint framhald af fyrri þáttaröð.

Þráðurinn verður tekinn upp fimmtán mánuðum eftir atburði fyrri syrpu. Þar var fjallað um dularfullt dauðsfall ferðamanns á Íslandi. Þegar unga lögreglukonan Aníta byrjar að rannsaka málið flækist hún inn í mun stærra mál sem teygir anga sína mörg ár aftur í tímann.

Þáttaröðin var framleidd af Glassriver. Leikstjórar eru Baldvin Z, Álfheiður Marta Kjartansdóttir og Erlendur Sveinsson. Með helstu hlutverk fara Aldís Amah Hamilton, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Emma Hafsteinsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Sólveig Arnarsdóttir og Pálmi Gestsson. Ragnar Jónsson og Elías Kofoed-Hansen skrifa handrit ásamt Baldvin og Aldísi.

HEIMILDVísir
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR