spot_img

Rúnar Rúnarsson: Hepp­inn að hafa þetta starf sem at­vinnu

Rúnar Rúnarsson ræðir við Morgunblaðið um Ljósbrot og ferilinn.

Segir á mbl.is:

„Ég er mjög hepp­inn að hafa þetta starf sem at­vinnu. Ég hef í mig og á. Þótt ég hefði það ekki myndi ég samt halda áfram í þessu starfi, en þá myndu líða enn fleiri ár á milli mynda. Þetta er þörf. Ann­ars væri ég ekki að þessu. Ef ég væri að rembast við að verða listamaður til að verða rík­ur þá væri ég al­gjör­lega veru­leikafirrt­ur,“ seg­ir Rún­ar Rún­ars­son leik­stjóri og hand­rita­höf­und­ur.

Rún­ar hef­ur hlotið um hundrað alþjóðleg verðlaun fyr­ir stutt­mynd­ir sín­ar og tugi verðlauna fyr­ir mynd­ir í fullri lengd. Nýj­asta mynd hans Ljós­brot sló í gegn í Cann­es og verður frum­sýnd hér á landi 28. ágúst.

„Mín vinna er að vera með sýn og stór hluti snýst síðan um að hafa vit á því að reyna að safna í kring­um mig fólki sem er betra en ég á öll­um sviðum,“ seg­ir Rún­ar og bæt­ir við: „Þegar vel geng­ur er leik­stjór­an­um hossað. Það gleym­ist svo oft hversu marg­ir vinna í sam­vinnu við gerð mynd­ar.“

Önnur mynd Rún­ars, O (Hring­ur) þar sem Ingvar E. Sig­urðsson fer með aðal­hlut­verk var val­in til keppni á kvik­mynda­hátíðinni í Fen­eyj­um í sept­em­ber. Næstu mánuðir hjá Rún­ari fara í að fylgja þess­um tveim­ur mynd­um eft­ir. 

HEIMILDMbl.is
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR