PERLUR KVIKMYNDASAFNSINS skoðaðar í nýrri þáttaröð RÚV

Þáttaröðin fer í loftið næsta sunnudag, 18. ágúst, en alls eru þættirnir sex.

Í kynningu segir að Kvikmyndasafn Íslands geymi fjársjóð af kvikmyndum sem sýna íslenskan veruleika snemma á síðustu öld. Egill Helgason og Gunnar Tómas Kristófersson sérfræðingur á Kvikmyndasafninu rýna í efni og sýna ýmislegt sem jafnvel enginn hefur séð. Í þáttunum verður einnig fjallað um ýmsar hliðar á starfsemi Kvikmyndasafnsins. Dagskrárgerð annast Ragnheiður Thorsteinsson.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR