spot_img

LJÓSBROT fær leikstjórnarverðlaun í Serbíu, ný stikla komin út

Rúnar Rúnarsson hlaut leikstjórnarverðlaunin á Evrópsku kvikmyndahátíðinni í Palic í Serbíu á dögunum fyrir mynd sína Ljósbrot. Ný stikla myndarinnar er komin út, en sýningar hefjast á Íslandi 28. ágúst.

Formaður dómnefndar, Bettina Broekemper, hafði meðal annars þetta að segja um myndina:

“Ljósbrot heillaði okkur ekki aðeins með frábærum leik og hugmyndaríkri notkun myndmáls og hljóðs, heldur einnig með lýsingu á innri sorg í flóknum sambandsaðstæðum. Mjög innileg kvikmynd sem sýnir ástarmissi á blíðlegan og áhrifaríkan hátt. Með mikilli nákvæmni og snörpum stíl, skilur leikstjórinn þig eftir agndofa“.

Nýja stiklan er hér:

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR