[Stikla, plakat] Þáttaröðin FLAMINGO BAR hefst 23. ágúst á Stöð 2

Gamanþáttaröðin Flamingo Bar fjallar um vini sem ákveða að kaupa subbulegan bar sem er við það að fara á hausinn.

Vinirnir Bjarki og Tinna reyna að breyta ímynd barsins og snúa rekstrinum við, ásamt breyskum starfsmönnum en vafasamir fastagestir og óvæntar uppákomur eiga eftir að gera þeim lífið leitt.

Með aðalhlutverk fara Bjarni Snæbjörnsson, Björk Guðmundsdóttir, Telma Huld og Vilhelm Neto. Aron Ingi Davíðsson og Birna Rún Eiríksdóttir leikstýra og skrifa einnig handrit ásamt Guðmundi Einari, Bjarna Snæbjörnssyni, Telmu Huld Jóhannesdóttur, Björk Guðmundsdóttur og Vilhelm Neto.

Framleiðendur eru Heimir Bjarnason, Aron Ingi og Birta Ósk fyrir Arctic Fox Films. Meðframleiðendur eru Vilhelm Neto, Björk Guðmundsdóttir, Telma Huld og Bjarni Snæbjörnsson. Tökumaður er Anton Kristensen, leikmynd gerir Sara Blöndal, Magnús Ómarsson sér um hljóðhönnun og Heimir Bjarnason og Katrín Briem sjá um klipingu. Studio Fin gerir grafík, markaðsefni og VFX.

Þáttaröðin er væntanleg á Stöð 2 þann 23. ágúst næstkomandi.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR