Svipmynd af Sigurði Sverri Pálssyni kvikmyndatökustjóra

Sigurður Sverrir Pálsson hlaut heiðursverðlaun Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar á Eddunni 2024 fyrir framúrskarandi framlag sitt til íslenskrar kvikmyndagerðar. Í þessari klippu ræðir Ásgrímur Sverrisson við flesta þá leikstjóra sem hann hefur unnið með á ferlinum og einnig Sigurð Sverri sjálfan.

Sigurður Sverrir er einn af lykilmönnum þeirrar sköpunarbylgju sem kennd er við íslenska kvikmyndavorið, en ferill hans í kvikmyndagerð spannar tæplega sextíu ár. Hann stýrði kvikmyndatöku fimmtán íslenskra bíómynda, auk sjónvarpsmynda, stuttmynda og fjölda heimildamynda.

Í þessari klippu ræða leikstjórar sem hann vann með um Sigurð Sverri, listrænt innsæi hans og verkþekkingu, en ekki síður um það andrúmsloft sem honum fylgir í því flókna og margræða sköpunarferli sem felst í því að koma kvikmynd frá hugmyndastigi til sýningar. Sýnd eru brot úr fjölmörgum kvikmyndum sem hann filmaði.

Ásgrímur Sverrisson
Ásgrímur Sverrisson
Ásgrímur Sverrisson er kvikmyndagerðarmaður og ritstjóri Klapptrés.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR